Sex Valsstelpur til úrtaksæfinga með U16

Jörundur Áki Sveinsson þjálfari U16 ára landsliðs kvenna valdi á dögunum hóp sem kemur til úrtaksæfinga í Skessunni Hafnarfirði dagana 26. - 28. febrúar næstkomandi. 

Í hópnum eru sex Valsstelpur, þær Aldís Guðlaugsdóttir (M), Fanney Inga Birkisdóttir (M), Hildur Björk Búadóttir, Katla Tryggvadóttir, Sigríður Th. Guðmundsdóttir og Embla Karen B. Jónsdóttir. 

Við óskum stelpunum góðs gengis á æfingunum og til hamingju með valið.