Sjö úr Val með kvennalandsliðinu á Pinatar Cup

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem tekur þátt í Pinatar Cup á Spáni í byrjun mars þar sem Ísland mætir Norður Írlandi, Skotlandi og Úkraínu.

Í hópnum eru sjö leikmenn úr kvennaliði Vals í fótbolta, þær Sandra Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Guðný Árnadóttir, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Elín Metta Jenssen og Hlín Eiríksdóttir.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á Spáni.