Sumarnámskeið hjá Val

Valur býður upp á körfubolta- og handboltaskóla í ágúst eins og síðustu ár fyrir börn, 6 ára og eldri í glæsilegri aðstöðu í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Lögð verður áhersla á þjálfun í smærri hópum auk þess sem eldri þátttakendur fá einstaklingsþjálfun.
Allir iðkendur eru velkomnir, nýjir sem gamlir. Hér býðst frábært tækifæri til þess að koma sér í gang fyrir vetrarstarfið sem hefst innan skamms!
KÖRFUBOLTASKÓLI VALS
Námskeiðið er fyrir börn, 6 ára og eldri og fer fram í glæsilegri aðstöðu í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Lögð verður áhersla á þjálfun í smærri hópum auk þess sem eldri þátttakendur fá einstaklingsþjálfun. Reyndir og góðir leiðbeinendur sjá um skólann og gestakennarar koma í heimsókn.
Boðið verður upp á tvö viku námskeið fyrir yngri iðkendur 6-11 ára (2001-2006) kl.9:00-12:00 og hálfsmánaðar námskeið fyrir 12-14 ára (1998-2000) kl.13:00-15:00.
Yngri iðkendur Eldri iðkendur
- Námskeið I 7.-10. ágúst Námskeið 7.-17.ágúst
- Námskeið II 13.-17. ágúst
Verð á námskeiði er 4.000 kr. fyrir yngri (vika) og 5.000 fyrir eldri iðkendur. Skólastjóri er Lýður Vignisson yfirþjálfari körfuboltans.
HANDBOLTASKÓLI VALS
Námskeiðið er fyrir börn, 6 ára og eldri og fer fram á Hlíðarenda. Lögð verður sérstök áhersla á þjálfun í smærri hópum auk einstaklingsþjálfunar fyrir eldri þátttakendur skólans. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og unnið verður í undirstöðuatriðum. Reyndir og góðir leiðbeinendur sjá um skólann og gestakennarar koma í heimsókn.
Boðið verður upp á tvö viku námskeið fyrir yngri iðkendur 6-11
ára (2001-2006) kl. 9:00-12:00
og hálfsmánaðarnámskeið fyrir 12-13 ára (1999-2000) frá
14:30-16:00 og 14-15 ára (1997-1998) frá 13:00-14:30.
Yngri iðkendur Eldri iðkendur
- Námskeið I 7.-10. ágúst Námskeið 7.-17.ágúst
- Námskeið II 13.-17. ágúst
Verð á námskeiði er 4.000 kr. fyrir yngri (vika) og 5.000 kr. fyrir eldri iðkendur. Skólastjóri er Ágústa Edda Björnsdóttir, yfirþjálfari handboltans.
SKRÁNING Á SUMARNÁMSKEIÐ VALS
Skráning á öll sumarnámskeið Vals verða að fara í
gegnum skráningasíðu félagsins https://valur.felog.is (hægt
er að fara inn á hana af heimasíðunni "Skráning iðkenda")
og þar er einnig gengið frá greiðslu. ATH. SKRÁNING ER
EKKI GILD EF EKKI ER GREITT FYRIR NÁMSKEIÐIÐ. HÆGT ER AÐ SKRÁ
OG GANGA FRÁ GREIÐSLU Á FYRSTA DEGI NÁMSKEIÐSINS EN ÞÁTTTAKENDUR
GETA EKKI VERIÐ MEÐ EF EKKI ER GREITT STRAX FYRIR NÁMSKEIÐIÐ!
EKKI ER BOÐIÐ UPP Á AÐ KOMA STAKA DAGA Á
NÁMSKEIÐINU. Veittur er 10% systkinaafsláttur.


