Coca Cola bikarinn undanúrslit kvenna

Kvennalið Vals í handbolta mætir liði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í Laugardalshöll miðvikudaginn 4. mars klukkan 20:30. 
 
Liðið sem hefur betur í viðureigninni mætir annaðhvort Haukum eða KA/Þór í úrslitum sem fara fram laugardaginn 7. mars. 
 
Til þess að sleppa við biðraðir á leikstað er hægt að kaupa miða og um leið styrkja handknattleiksdeildina með tvennum hætti: 
  • Miðasala sjoppunni í Origo-höllinni að Hlíðarenda.
  • Í gegnum þennan link: www.tix.is/valur
Allir í höllina á miðvikudaginn og styðjum við bakið á stelpunum sem hafa titil að verja! 
coca cola.png