Tilkynning frá Knattspyrnufélaginu Val

 

Í ljósi tilkynningar yfirvalda um samkomubann hefur Knattspyrnufélagið Valur ákveðið að fella niður allar æfingar yngri flokka til miðvikudagsins 18. mars, til að byrja með.

Farið verður yfir hvort einhver möguleiki sé að halda úti æfingum yngri flokka með breyttu sniði sem tekur mið af reglum um samkomubannið. Við erum að takast á við verkefni sem við höfum aldrei staðið frammi fyrir áður og því mikilvægt að taka réttu skrefin næstu daga.

Frekari upplýsingar um framhaldið munu berast á næstu dögum.