Knattspyrnufélagið Valur 109 ára þann 11. maí

Kæru Valsarar, mánudaginn 11. maí fögnum við 109 ára afmæli Vals.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði en klukkan 16:00 verður lagður blómsveigur við styttu séra Friðriks og eftir það verður boðið upp á kaffi og köku í veislusölum félagsins sem stendur til 17:00.

Vegna reglna um um samkomubann vegna covid19 verður gengið inn í veislusal upp tröppurnar að utan, einnig verðum við að passa um á fjöldatakmörkun og 2 metra regluna

Mætum og gerum okkur glaðan dag - Áfram Valur!