Gunnar Einarsson hættir sem þjálfari í 3.flokki karla í fótbolta

Gunnar Einarsson hefur tekið við starfi þjálfara hjá Knattspyrnufélaginu Kára á Akranesi sem leikur í 2. deild Íslandsmótsins. Við kveðjum Gunnar með söknuði en hann skilaði góðu starfi sem þjálfari 3. flokks karla á liðnum vetri. Gunnar er uppalinn Valsari, varð Íslandsmeistari 4 sinnum sem leikmaður Vals og KR og starfaði sem aðstoðarþjálfari Sigursteins Gíslasonar heitins hjá Leikni undir lok leikmannaferilsins. 

 

Við óskum Gunnari góðs gengis á Akranesi og þökkum honum fyrir vel unnin störf á sama tíma og við fögnum því að lið í meistaraflokki leiti til Valsara og þjálfara í yngri flokkum Vals þegar stöður opnast.

 

Skjámynd (49).png