Pepsi Max deild kk: Valur - KR, laugardaginn 13. júní kl. 20:00

Valur tekur á móti KR í opnunarleik Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu, laugardaginn 13. júní. Leikurinn fer fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda og verður flautað til leiks kl. 20:00. Þá viljum einnig minna stuðningsmenn á að kvennalið Vals tekur á móti KR á föstudaginn klukkan 19:15 í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna.

Hafin er forsala á tveimur hólfum fyrir laugardagsleikinn sem eru Valshólf A og C (A hólf er vestast eða næst inngangi) en B hólf er svo frátekið fyrir árskortshafa.

Þrjú hólf til viðbótar (D,E,F) fara í almenna sölu í dag og hvetjum við því alla Valsmenn til að tryggja sér miða á sérstökum forsölu-link hér að neðan:
https://tix.is/is/specialoffer/jf372q4wt6sbe

Vegna Covid ástandsins er áhorfendafjöldi á leiki félagsins takmarkaður. Í ljósi þess viljum við minna Valsmenn á að enn er hægt að tryggja sér ársmiða á leiki sumarsins á miðasöluvef Vals - ársmiðar gilda á heimaleiki hjá bæði kvenna og karlaliðs Vals:
valur.is/midasala.aspx.

Keyptir ársmiðar eru svo afgreiddir á skrifstofu félagsins milli 09:00 - 16:00 alla virka daga.

Næstu leikir:
Fös 12. júní: Pepsi Max kv: Valur - KR
Lau 13. júní: Pepsi Max kk: Valur - KR

Hér að neðan má sjá hólfaskiptinguna á Origo-vellinum: