Stórleikur að Hlíðarenda þegar Valur tekur á móti ÍA

Það verður sannkallaður stórleikur að Hlíðarenda föstudagskvöldið 3. júlí þegar Valur tekur á móti Skagamönnum í 4. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. 

Í tilefni af leiknum verður heljarinnar dagskrá á svæði félagsins: 

  • 17:00 Fjósið opnar (happy hour).
  • 18:00 Knattþrautir yngri flokka á Friðriksvelli - pizzuveilsa fyrir krakkana
  • 18:30 Valsbandið Óttar Felix, Dýri og félagar taka nokkra smelli
  • 19:00 Tvíeykið í ClubDub þeir Aron og Brynjar mæta í Fjósið í boði ORIGO og taka nokkur lög
  • 20:00 Valur - ÍA á Origo-vellinum (Miðasala á STUBB)

Fálkar verða svo á sínum stað og grilla sína víðfrægu borgara auk þess sem Matarvagnar mæta á svæðið.

Við minnum svo vallargesti að kaupa miða á leikinn í gegnum STUBB appið.

Fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna þá ætlar Gunni Fjósameistari að bjóða upp á Snitzchel í hádeginu föstudag frá kl 11:30 - 13:30. Verð kr 2.500.