Körfuknattleiksdeild Vals semur við Jón Arnór Stefánsson

Körfuknattleiksdeild Vals hefur gert samning við Jón Arnór Stefánsson um að leika með Val á næsta tímabili. Samningur þessa efnis var undirritaður nú í morgun í Origohöllinni.

Það þarf vart að kynna Jón Arnór en hann er án nokkurs vafa einn af fremstu íþróttamönnum Íslands á 21. öldinni. Hann á langan og farsælan atvinnumannaferil í körfubolta þar sem hann hefur leikið með allra bestu félagsliðum  Evrópu. Hann kom heim úr atvinnumennsku haustið 2016 hefur leikið með KR undanfarin fjögur tímabil. Jón Arnór lék 100 landsleiki fyrir Ísland en hann lagði landsliðsskóna á hilluna vorið 2019.

Jón Arnór var valinn íþróttamaður ársins árið 2014 og hefur auk þess unnið til flestra einstaklingsverðlauna og liðsverðlauna sem eru í boði í körfuboltanum á Íslandi.

Við bjóðum Jón Arnór velkominn í Val!