Handboltatvenna í kvöld föstudaginn 18. september

Það verður sannkölluð handboltaveisla að Hlíðarenda í kvöld, föstudaginn 18. september þar sem karla- og kvennalið félagsins í handbolta verða í eldlínunni.  

Klukkan 17:30 taka strákarnir á móti ÍR-ingum og í kjölfarið verður sannkallaður stórleikur hjá stelpunum sem taka á móti Fram klukkan 20:15 í Origo-höllinni að Hlíðarenda.

Miðasala á leikina ásamt árskortasölu fer fram inn á Stubb appinu og minnum á að aðeins eru 200 miðar í boði á hvorn leik fyrir sig. 

Laugardaginn 19. september verða svo U-lið félagsins í eldlínunni þegar þau taka á móti Víkingi í tvíhöfða að Hlíðarenda. Karlaleikurinn fer fram klukkan 15:45 og kvennaleikurinn klukkan 18:30.