Takmarkanir á íþróttastarfi - Hömlur ná ekki til barna í leik- og grunnskólum

Ýmsar takmarkanir á íþróttastarfi til að hefta útbreiðslu kórónuveiru - Hömlur ná ekki til barna í leik- og grunnskólum

Heilbrigðisráðuneytið hefur nú birt breytingar á reglum er varða samkomutakmarkanir sem taka gildi í dag, mánudaginn 5. október. Samkvæmt reglunum eru keppnisíþróttir með snertingu áfram leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

 

Skilyrði er varða æfingar að Hlíðarenda:

 Áhorfendur eru ekki leyfðir á æfingar, þó með þeirri undantekningu að foreldrar leikskólabarna mega fylgja sínu barni en þurfa að notast við andlitsgrímu. Þá viljum við einnig benda á að lyftingasalur félagsins er sem stendur lokaður - Nánari upplýsingar veitir joie@valur.is

 

Skilyrði er varða leiki eða mót að Hlíðarenda:

Áhorfendur eru ekki leyfðir innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur að hámarki 100 í hverju rými, sitji þeir í númeruðum sætum skráð á nafn og noti andlitsgrímu.

 

Félagið beinir þeim vinsamlegu tilmælum til foreldra og annarra sem ekki tilheyra æfingahópum Vals að halda sig frá æfingasvæðum að Hlíðarenda. Einnig er vert að benda á mikilvægi þess að iðkendur sem sýna einkenni veikinda séu ekki að mæta til æfinga.  Það er mikilvægt að allir standi saman og að við gerum allt sem við getum til að halda starfinu okkar gangandi.

 

Frétt um nýjar reglur, sem uppfærð verður, má finna á vef stjórnarráðsins: smelltu hér til að lesa frétt um nýjar reglur

 

Sýnum ávallt varfærni og ábyrgð því þetta er samvinnuverkefni okkar allra - Þökkum tillitssemina.