Æfingar hjá yngriflokkum skv. áætlun í dag, þriðjudaginn 6. október

Til að fyrirbyggja allan misskilning vegna frétta sem bárust í hádeginu í dag viljum við árétta að æfingar hjá yngri flokkum Vals verða samkvæmt áætlun til kl. 17:30 í dag, þriðjudaginn 6. október.

Það eru mörg börn sem eru að koma úr frístund og til að koma í veg fyrir að skipulag raskist fyrir bæði frístund og foreldra höldum við okkar striki í dag milli kl. 14 og 17:30.

Send verða út frekari fyrirmæli um framhald næstu vikna síðar í dag.

Rétt er að minna alla forelda á að bíða fyrir utan þegar börn eru sótt - foreldar geta ekki komið inn í Valsheimilið - Þjálfarar munu fylgja iðkendum út.