Æfingar hjá yngri flokkum Vals falla niður í dag, til og með 19. okt

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að beina því til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um að íþróttafélög geri hlé á starfsemi sinni.

Allar æfingar Knattspyrnufélaginu Val falla því niður, frá og með deginum í dag til 19. október - Það sama gildir um Valsrútuna sem mun heldur ekki ganga.

Iðkendur Vals sem eiga pláss í frístundaheimilum fara því þangað að loknum skóladegi og eru foreldrar hvattir til að sækja börnin á réttum tíma, þ.e. í samræmi við vistunartíma þeirra.

Við hvetjum foreldra og iðkendur til að gæta að heilsunni og munum að hreyfing, hollt matarræði og góður svefn eru mjög mikilvægir þættir í því samhengi.