Æfingar fyrir iðkendur á framhaldsskólaaldri heimilar með takmörkunum

Frá og með deginum í dag (mánudaginn 26. okt.) eru heimilar æfingar án snertingar fyrir iðkendur sem fæddir eru 2004 og fyrr (iðkendur á framhaldsskólaaldri).

Ráðgert er að æfingar fyrir börn fædd 2005-2016 hefjist þriðjudaginn 3. nóvember en samkvæmt upplýsingum sem bárust um helgina munu viðbragðsaðilar vinna að því í vikunni hvernig staðið verður að opnun fyrir 2005 og yngri.

Upplýsingar um það verða sendar til foreldra sama dag og þær berast í gegnum Sportabler.