Hertar sóttvarnaráðstafanir, áframhaldandi hlé á æfingum

Eins og flestum ætti að vera kunnugt voru hertar sóttvarnarráðstafanir kynntar í dag og liggur það fyrir að ekki verður heimilt að hefja æfingar í næstu viku. Þar af leiðandi verður áframhaldandi hlé gert á æfingum yngriflokka og á þetta við um æfingar inni, jafnt sem úti.

Reglurnar sem kynntar voru í dag gilda frá og með 31. október til 17. nóvember. Við hvetjum foreldra til fylgjast með á Sportabler og samfélagsmiðlum en þjálfara munu halda áfram að senda út efni næstu vikurnar.

Að endingu viljum við minna iðkendur, jafnt sem foreldra á að halda áfram að sinna andlegri og líkamlegri heilsu með eins fjölbreyttum hætti sóttvarnarráðstafnir leyfa.

Valsheimilið verður af þessum sökum lokað helgina 30. október - 1. nóvember.