Valur Íslandsmeistari karla í knattspyrnu 2020

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. 

Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið og skulu Íslandsmeistarar krýndir.

Guðni Bergsson formaður KSÍ sagði í samtali við fotbolta.net að Íslandsmeistarar verði krýndir við fyrsta hentuga tækifæri en í ljósi aðstæðna í samfélaginu liggur ekki fyrir hvnær það muni verða. 

Hér fyrir neðan má svo sjá lokastöðu Pepsi Max deildar karla - Til hamingju Valsarar nær og fjær. 

Lokastaða Pepsi kk.jpg