Hreyfibingó yngri flokka Vals

Í ljósi þess að búið er að herða sóttvarnarráðstafanir var ákveðið að útbúa Hreyfibingó fyrir iðkendur Vals. 

Iðkendur hafa til 16. nóvember til að klára að merkja við bingóspjaldið en þegar því er lokið má senda spjaldið útfyllt á gunnar@valur.is. 

Leikreglur eru því einfaldar, þegar iðkandi hefur lokið við hvert verkefni fyrir sig, setur hann kross yfir þar til spjaldið er búið. Við hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með iðkendum. 

10 vinningar verða svo dregnir út þann 17. nóvember næstkomandi. Meðal vinninga er t.d. boltar, bakpokar, körfuboltar og fleira. 

Hér fyrir neðan má smella á, vista og prenta út spjaldið sem er á stærð við A4. 

Hreyfibingó Vals.jpg