Valgeir Lunddal í U21 landsliðshóp sem mætir Ítalíu, Írlandi og Armeníu

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla birti í dag hópinn sem leikur þrjá leiki í undankeppni EM 2021.

Fyrsti leikurinn er gegn Ítalíu á Víkingsvelli 12. nóvember, næsti gegn Írlandi í Dublin 15. nóvember og sá síðasti gegn Armeníu þann 18. nóvember en sá leikur fer fram á Kýpur. 

Í hópnum er Valsarinn Valgeir Lunddal sem spilaði frábærlega með Íslandsmeistaraliði Vals á nýafstöðnu keppnistímabili. Þá var hann jafnframt valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deildarinnar af fotbolta.net og er hann vel af því kominn. 

Við óskum Valgeiri til hamingju með valið og góðs gengis með landsliðinu í komandi verkefnum.