Birkir og Hannes í A-landsliðshópnum gegn Ungverjum, Dönum og Englendingum

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari A karla tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina þrjá sem liðið á í nóvember. 

Þá mætir Ísland Ungverjalandi 12. nóvember ytra í úrslitaleik umspilsins fyrir EM 2020 en liðið sem vinnur leikinn tryggir sér sæti í lokakeppni EM 2020.

Ísland mætir síðan Danmörku 15. nóvember og Englandi 18. nóvember í Þjóðadeild UEFA.

Í hópnum eru Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Hannes Þór Halldórsson og óskum við strákunum hjartanlega til hamingju með valið og góðs gengis í verkefnunum sem eru framundan.