Kvennalið Vals mætir Glasgow City í 2. umferð undakeppni meistaradeildarinnar

Kvennalið Vals í fótbolta mætir skosku meisturunum í Glasgow City í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu en stelpurnar slógu út finnsku meistarana á dögunum. 

Leikurinn fer fram á Origo vellinum þann 18. nóvember næstkomandi og verður leikið til þrautar þar sem ekki er leikið heima og að heiman.

Mynd: Þorsteinn Ólafs