Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs

Nú í vikunni var opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundstyrk frá ríkinu, nánar tiltekið félagsmálaráðuneyti. Allar nánari upplýsingar er að finna á meðfylgjandi hlekk:

https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs

Ef umsækjandi fellur undir þau tekjuviðmið sem kveðið er á um í úthlutunarreglum styrksins getur hver sá sem hefur greitt æfingagjöld skólaárið 2020-21 framvísað kvittun og fengið styrkinn úthlutaðan.

Svona má nálgast kvittun í Sportabler:

Sportabler - Kvittanir skjáskot.png 

 

Framlenging haustönn & íþróttaskólar yfir hátíðirnar

Til að koma til móts við það hlé sem nú hefur verið á æfingum hefur tekin ákvörðun um að lengja haustönnina eins og kostur er. Þar af leiðandi verða æfingar hjá félaginu til og með 22. desember í stað 17. desember. Auk þess verður boðið upp á æfingar milli jóla og nýárs, dagana 28.-30. desember. Ekki er ólíklegt að setja þurfi upp æfingarnar í formi íþróttaskóla sem verða iðkendum að kostnaðarlausu. Fyrirkomulagið á skólunum verður auglýst þegar nær dregur.

Hér má svo finna nánari upplýsingar um styrkinn

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020.

Styrkurinn er 45.000 kr. fyrir hvert barn.

Áður en þú sækir um styrkinn hjá þínu sveitarfélagi þarf að kanna hvort heimilið falli undir ofangreint tekjuviðmið. Það gerir þú með því að skrá þig inn hér á Ísland.is með rafrænum skilríkjum. Athugið að sé um hjón/sambúðarfólk að ræða þurfa báðir aðilar að samþykkja að upplýsingar um tekjur séu sóttar til skattayfirvalda (RSK) svo hægt sé að staðfesta hvort heimilið falli undir tekjuviðmiðið eða ekki.

Ef þú færð svar um að þú eigir rétt á að sækja um styrk færð þú nánari upplýsingar um næstu skref. Ef þú færð svar um að þú eigir ekki rétt á styrk færð þú upplýsingar um hvert þú getur leitað ef þú ert með athugasemdir við niðurstöðuna eða fyrirspurnir.

  • Hægt er að sækja um styrk til og með 1.mars 2021.
  • Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021.

 Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna og fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi:

 hvaða íþrótta- og tómstundastarf fellur undir styrkina,

  • hvaða gögnum beri að skila með umsókn,
  • afgreiðslutíma umsókna.

Fyrirspurnum um styrkina skal beina til þíns sveitarfélags.

See also:

Support for children's recreational activities:

https://island.is/en/support-for-childrens-recreational-activities

Dotacja na zajęcia sportowe i rekreacyjne:

https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs

Przetwarzanie danych osobowych:

https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs