Norðurál framan á nýjum búningum yngri flokka Vals

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Vals og nágranna okkar hjá Norðuráli, þar sem yngri flokkar félagsins munu bera merki fyrirtækisins framan á öllum búningum í fótbolta, handbolta og körfubolta.

Merki Norðuráls mun áfram vera aftan á búningum hjá meistaraflokkum félagsins í öllum íþróttagreinum. 

Á dögunum var tekið í notkun nýtt útlit á fótbolta- og handboltatreyju yngri flokka og að því tilefni er Macron Store með vegleg tilboð inn á Macron.is - Tilvalin jólagjöf fyrir unga Valsara. 

Vert er að minna á og taka fram að Macron Store er flutt í nýtt húsnæði við Skútuvog 11.

Tilboðin gilda til 10. desember.