Sjö Valsarar í æfingahópum yngri landsliða KKÍ

Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa boðað þá leikmenn sem þeir hafa valið í sína fyrstu æfingahópa yngri landsliðana fyrir U15, U16 og U18 ára landslið drengja og stúlkna fyrir verkefni sumarið 2021. 

Alls eru 174 leikmenn boðaðir í æfingahópa frá 22 íslenskum félögum og fjórum erlendum, þar af eru sjö leikmenn úr yngri flokkum Vals, þau eru: 

  • U15 st.  Sunna Hauksdóttir 
  • U16 st.  Ingunn Erla Bjarnadóttir  
  • U16 st.  Sara Líf Boama 
  • U16 dr.  Björgvin Hugi Ragnarsson  
  • U16 dr.  Jóhannes Ómarsson 
  • U16 dr.  Karl Kristján Sigurðarson  
  • U16 dr.  Óðinn Þórðarson 

Á fundi afreksnefndar KKÍ sem fram nýlega var lagt til, sem síðan var samþykkt á fundi stjórnar KKÍ í kjölfarið, að KKÍ mun ekki standa fyrir landsliðsæfingum yngri liða í íþróttahúsum milli jóla og nýárs eins og venjan er. Í stað þess að æfa ætlar KKÍ að halda utan um hópana með fundum og fræðslu milli jóla og nýárs. 

Við óskum krökkunum hjartanlega til hamingju með valið og góðs gengis í verkefnunum sumarið 2021.