Tryggvi Hrafn Haraldsson gengur til liðs við Val frá Lilleström

Knattspyrnudeild Vals og Tryggvi Hrafn Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Tryggvi leiki með félaginu a.m.k. næstu 3 árin.
Þessi öflugi leikmaður sem fæddur er 1996 lék 17 leiki með ÍA á nýliðnu tímabili og gerði í þeim 13 mörk.

Hann á að baki 72 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 25 mörk. Tryggvi hefur einnig leikið með sænska liðinu Halmstad. Hann gekk til liðs við Lilleström í Noregi í sumar og lék með þeim 11 leiki og gerði 4 mörk. Tryggvi átti stóran þátt í að Lilleström vann sig upp um deild í ár.

Tryggvi á að baki 13 landsleiki með U21 og 4 leiki með A landsliði Íslands og skorað í þeim 2 mörk.
Það er frábært fyrir Val að fá þennan öfluga leikmann í félagið, bjóðum Tryggva Hrafn Haraldsson velkominn að Hlíðarenda.