Anton Rúnarsson íþróttamaður Vals 2020

Val á íþróttamanni Vals árið 2020 var kunngjört núna í hádeginu með streymi í gegnum facebook síðu Vals. Fyrir valinu þetta árið var Anton Rúnarsson handknattleiksmaður sem fór fyrir liði Vals sem varð deildarmeistari í vor.

Anton er vel að valinu kominn og hafði Árni Pétur formaður Vals orð af því að niðurstaða dómnefndar hefði verið ótvíræð og algjör samhljómur um valið.

Anton er ekki einungis frábær handboltamaður og mikill félagsmaður, heldur einnig bráðefnilegur þjálfari og frábær fyrirmynd fyrir unga Valsara.   

Veittar voru viðurkenningar fyrir efnilegast íþróttafólk félagsins í öllum greinum, karla og kvenna. Knattspyrnudeild útnefndi Valgeir Lunddal Friðriksson efnilegasta knattspyrnumanninn og Örnu Eiríksdóttur efnilegustu knattspyrnukonuna. Handknattleiksdeildinni valdi Benedikt Gunnar Óskarsson og Ásdísi Þóru Ágústsdóttur og hjá körfuknattleiksdeildinni voru það Ástþór Atli Svalason og Ingunn Erla Bjarnadóttir.

Þá veittu deildirnar þrjár viðurkenningar fyrir sjálfboðaliða ársins 2020. Sjálfboðaliði knattspyrnudeildar var að þessu sinni Edvard Skúlason, Sigurður Ásbjörnsson hjá handknattleiksdeild og Sigurður Már Helgason hjá körfuknattleiksdeild. 

Við óskum Antoni og öllum þeim sem fengu viðurkenningu hjartanlega til hamingju.  

Hér að neðan er hægt að horfa á myndband frá viðburðinum. 

Myndir með frétt: Þorsteinn Ólafs