Valur Reykjavíkurmeistari í kvenna- og karlaflokki

Valur varð um helgina tvöfaldur Reykjavíkurmeistari þegar bæði kvenna- og karlalið félagsins tryggðu sér sigur gegn Fylkismönnum. 

Úrslitaleikur kvennaliðanna fór fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda s.l. föstudagskvöld þar sem Diljá Ýr Zomers og Elín Metta Jensen skoruðu mörk Valskvenna í 2-0 sigri. 

Úrslitaleikur karlanna fór fram á Würth-vellinum þar sem staðan var 1-1 af loknum venjulegum leiktíma, mark Vals gerði Patrick Pedersen. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Valsarar reyndust atkvæðameiri og fóru að lokum með sigur af hólmi.