Fimmti flokkur karla yngri sigra á fyrsta móti ársins

Fimmti flokkur karla í handbolta lauk sínum fyrstu mótum í vetur um helgina eftir langt keppnishlé. 

Yngra árið í Valur 1 byrjuðu mótið á því að gera jafntefli við Hauka í hörkuleik sem endaði 18-18. Síðan mættu þeir FH og unnu öruggan sigur 21-14. Strákarnir enduðu svo á að vinna Víkning í hörkuleik þar sem þeir lentu m.a. 5 mörkum undir en komu til baka og enduðu á að vinna með 3 mörkum 19-16. Sigurinn þýddi að liðið vann 1.deild mótsins.

Valur 2 á yngra árinu byrjuðu á að vinna Fjölni 12-5. Síðan mættu þeir Aftureldingu og unnu með 2 mörkum 13-11. Í lokaleik mótssins máttu þeir þola tap gegn Stjörnunni í hörkuleik 16-14 eftir að hafa verið 14-7 undir á tímabili.

Eldra árið í  Valur 1 byrjaði mótið á gegn HK og það var hörku leikur alveg frá byrjun, sem endaði með tapi 19-17. Í næsta leik vannst öruggur sigur á Selfyssingum 17-10. Riðillinn endaði síðan á 11-4 sigri gegn KA 2.

Valur 2 byrjuðu á að mæta Fjölni í leik sem tapaðist naumlega með tveimur mörkum. Í næsta leik vannst góður sigur á Aftureldingu þar sem lokatölur voru 17-15 fyrir Val. Í lokaleik liðsins á mótinu vannst öruggur 10-3 sigur á Haukum og voru strákarnir að vonum kampakátir í lok móts.