Átta Valsarar í æfingahóp A-landsliðs kvenna

Þorsteinn H. Halldórsson nýráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins valdi á dögunum leikmannahóp sem kemur saman til æfinga í Kórnum 16.-19.febrúar næstkomandi.

Einungis er um að ræða leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum og á Valur alls 8 fulltrúa. Þær eru Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Málfríður Anna Eiríksdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Ádís Karen Halldórsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Diljá Ýr Zomers og Elín Metta Jensen. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.