Fimmtán Valsarar í æfingahópum yngri landsliða í handbolta

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í handbolta völdu á dögunum æfingahópa sem koma saman dagana 12. - 14. mars næstkomandi.

Æfingarnar fara allar fram á höfuðborgarsvæðinu og verða æfingatíma auglýstir síðar en alls eru fimmtán fulltrúar frá Val í þessum hópum. 

Hér fyrir neðan má sjá Valsarana í hópunum: 

U-21 árs landslið karla

 • Arnór Snær Óskarsson
 • Einar Þorsteinn Ólafsson
 • Jóel Bernburg
 • Stiven Tobar Valencia 
 • Tjörvi Týr Gíslason
 • Tumi Steinn Rúnarsson

U-19 ára landslið karla

 • Andri Finnsson
 • Áki Hlynur Andrason
 • Benedikt Gunnar Óskarsson
 • Breki Hrafn Valdimarsson
 • Stefán Pétursson
 • Tómas Sigurðarson

U-17 ára landslið karla

 • Hlynur Freyr Geirmundsson
 • Jóhannes Jóhannesson
 • Þorvaldur Örn Þorvaldsson

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.