Björgvin Páll Gústavsson semur við Val

Handknattleiksdeild Vals hefur samið við Björgvin Pál Gústavsson til fimm ára. Hann gengur til liðs við félagið í sumar og mun hann leika með liðinu að minnsta kosti út tímabilið 2026.

Björgvin hefur spilað 240 landsleiki fyrir Ísland og er einn af silfurdrengjunum frá Ólympíuleikunum árið 2008. Valsmenn eru gríðarlega ánægðir að fá gæði hans og reynslu inn í hópinn en þetta er mikil styrking fyrir liðið í baráttunni á komandi árum í sterkri Olís deild.

Björgvin Páll mun einnig koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og kemur til með að vera einn af lykilmönnum í framúrskarandi starfi handknattleiksdeildarinnar á komandi árum.

May be an image of einn eða fleiri