Rasmus skrifar undir nýjan samning

Rasmus Christiansen skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Val en hann á að baki 73 leiki í bæði deild og bikar.

Það er mikið fagnaðarefni að þessi mikli leiðtogi innan sem utan vallar hafi framlengt samning sinn en hann gekk til liðs við Hlíðarendafélagið fyrir tímabilið 2016.