Christian Köhler til liðs við Val

Christian Köhler gekk á dögunum til liðs við knattspyrnulið Vals og mun koma til með að spila með liðinu á komandi tímabili í Pepsi Max deildinni. 

Köhler er miðjumaður fæddur árið 1996 á að baki 80 leiki í efstu og næstefstu deildum Danmerkur og Svíþjóðar með liðum á borð við Fc Nordsjælland, Fc Helsingör, Trelleborg FF og Esbjerg fB.

Við bjóðum Christian hjartanlega velkominn að Hlíðarenda.