Erum við að leita af þér? Starfsmaður í frístundavagn Vals

Frístundavagn Vals keyrir börn í 1. til 4. bekk milli skóla og Hlíðarenda frá kl.13:45-15:45 á daginn. Hlutverk starfsmanns í vagninum er taka á móti börnum í frístundavagninn og aðstoða þau við komuna í vagninn.

Starfsmaður ber ábyrgð á öryggi, aga og vellíðan barna í vagninum og tryggir jákvæð samskipti. Starfsmaður sér einnig til þess að börn séu í öryggisbeltum og taki með sér töskur og aðrar eigur úr vagninum.

Hæfni

  • Kostur er að umsækjendur hafi reynslu af sambærilegu starfi
  • Hafi áhuga og ánægju af starfi með börnum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
  • Sjálfstæði og frumkvæði
  • Góð íslensku kunnátta er nauðsynleg

Um er að ræða um hlutastarf og er vinnutími frá klukkan 13:45-15:45 virka daga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Örn Arnarson íþróttafulltrúi Vals í gegnum netfangið gunnar@valur.is eða í síma 414-8005.