Yngri flokkar: Æfingar fyrir 7. bekk og eldri hefjast að nýju

Æfingar hjá yngri flokkum Vals í öllum greinum hefjast að nýju í dag, fimmtudaginn 8. apríl hjá 7. bekk og eldri. Áfram verður hlé á æfingum hjá 6. bekk og yngri.

Þjálfarar munu birta æfingatíma inn á Sportabler en ekki er um hefðbundna æfingatöflu að ræða og því nauðsynlegt að foreldrar fari eftir þeim upplýsingum sem koma fram á Sportabler.

Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.