Æfingar af stað hjá Val að nýju fimmtudaginn 15. apríl

Æfinga- og keppn­is­bann í íþrótt­um hér á landi verður af­numið á fimmtu­dag­inn kem­ur og munu æfingar hefjast að nýju samkvæmt æfingatöflum hjá öllum yngri flokkum Vals. Samhliða þessu mun Valsrútan hefja göngu sína að nýju frá frístundaheimilum að Hlíðarenda.

Í kjölfarið munum við taka upp þá starfshætti sem við þekkjum í sóttvörnum hér að Hlíðarenda biðjum við forráðamenn og aðstandendur að virða eftirfarandi:

  • Ekki er heimilt að horfa á æfingar.

  • Mannvirki Vals að Hlíðarenda eru einungis opin iðkendum, þjálfurum og starfsfólki félagsins.

  • Ekki er ætlast til að foreldrar eða forráðamenn komi inn í Valsheimilið nema nauðsyn krefji og þá er grímuskylda (almennar fjöldatakmarkanir skv. nýjum reglum eru 20 manns).

  • Virðum fjarlægðarmörk sé þess kostur.

  • Passa þarf upp á persónulegar sóttvarnir, handþvott og spritt.