Dominos deild kvenna: Valur - KR í kvöld kl. 20:15

Valur tekur á mót KR í dominosdeild kvenna í kvöld, miðvikudaginn 21. apríl. Leikurinn fer fram í Origo höllinni og hefst klukkan 20:15.

Miðasala aðeins á Stubb og hefur verið tekið ákvörðun að selja aðeins 50 miða á þennan leik í stað 100. Grímuskylda og hugað er að sóttvörnum í hvívetna.

Ársmiðahafar þurfa að senda póst á teddi@valur.is fyrir kl. 12 á leikdag til að tryggja sér miða. Áfram Valur!