Kristján Sindri og Snorri Már í úrtakshóp U15

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla valdi á dögunum leikmannahóp sem kemur saman til úrtaksæfingar dagana 26.-28. apríl næstkomandi. 

Í hópnum eru tveir Valsarar, þeir Kristján Sindri Kristjánsson og Snorri Már Friðriksson sem báðir leika með 3. flokki Vals.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.