Árskort á heimaleiki Vals komin í sölu

Sala á árskortum Vals er komin í sölu og hvetjum við stuðningsmenn til þess að næla sér í kort og vera með okkur á heimaleikjum í sumar.

Um er að ræða þrjár tegundir af kortum, Fótboltakort, Valskort og Gullkort. Sala fer fram á tix.is og með því að smella á þennan link https://tix.is/is/event/11138/ getur þú gengið frá kaupum.

Vert er að vekja athygli á því að þegar gengið er frá kaupum á árskortum má sjá sætisnúmer sem er númerið á kortinu sjálfu en ekki ákveðnu sæti í stúkunni.

Kortið fæst afhent á skrifstofu Vals að kaupum loknum alla virka daga frá 9-16.