Pepsi Max deild karla: Opnunarleikur Vals og ÍA (2-0)

Pepsi Max deild karla í knattspyrnu rúllar af stað í dag, föstudaginn 30. apríl þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Skagamönnum. 

Leikurinn fer fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda og verður flautað til leiks klukkan 20:00.

Almenn miðasala á leikinn fer fram í gegnum Stubb appið en í ljósi samkomutakmarkana er miðaframboð takmarkað við 200 manns.