Úrslitakeppni dominos kk: Valur - KR (98-99)

Einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum dominos deildar karla í körfubolta hefst á sunnudaginn kemur þegar liðin mætast  í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og hvetjum við stuðningsmenn til þess að tryggja sér miða á leikinn í tíma. 

Miðasala á leikinn hefst klukkan 13:15 í dag og fer öll miðasala í gegnum Stubb appið. Athugið að mikilvægt er að nýjasta útgáfa forritsins sé notuð þegar miði er keyptur. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá svæðaskiptingu (B svæði snýr að Bústaðarvegi og D svæði snýr að fótboltavelli). Hvetjum stuðningsmenn til að tryggja sér miða sem fyrst þar upplag miða er takmarkað.

Ársmiðahafar þurfa að senda póst á urslitakeppni@gmail.com með nafni, kennitölu, símanúmeri, tegund ársmiða og númeri.

Myndlýsing ekki til staðar.