Undanúrslit Olís kvenna: Fram - Valur, sunnudag kl. 15:00

Undanúrslitaeinvígi Vals og Fram í Olís deild kvenna hefst sunnudaginn kemur, þann 23. maí. Fyrsti leikur einvígisins fer fram í Safamýrinni og verður flautað til leiks 15:00. Stúkan í Framheimilinu býður aðeins upp á að hafa 110 einstaklinga á leiknum (miðað við 1 m fjarlægð á milli manna) - Miðasala fer fram í Stubbinum.

Næsti leikur liðanna verður svo háður í Origo-höllinni að Hlíðarenda miðvikudaginn 26. maí.