Lilja í U17 og Elín, Hanna, Ída og Karlotta í U19 hóp HSÍ

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í handbolta kvenna völdu á dögunum leikmannahópa sem koma til æfinga á næstu misserum fyrir verkefni sumarsins. 

U17 ára liðið mætir Færeyjum í vináttuleikjum 26. og 27. júní ásamt því að taka þátt í Evrópukeppni B-deildar í sem fer fram í Litháen 6.- 16. ágúst. Í hópnum er Valsarinn Lilja Ágústsdóttir.

U19 ára liðið leikur einnig vinátttuleiki gegn Færeyjum í júní áður en liðið heldur til Makedóníu þar sem það keppir í B-deild Evrópumótsins 10. - 18. júlí. Í U19 hópnum eru fjórir Valsarar, þær Elín Rósa Magnúsdóttir, Hanna Karen Ólafsdóttir, Ída Margrét Stefánsdóttir og Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir. 

Við óskum stelpunum öllum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefnum sumarsins.