Undanúrslit Olís kvenna: Valur - Fram, í kvöld klukkan 19:40

Það verður sannkallaður stórleikur í Origo-höllinni í kvöld þegar Valskonur mæta Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna.

Valur leiðir einvígið 1-0 eftir frábæra frammistöðu í leik liðanna á sunnudag sem fór fram í Safamýri.

Hvetjum Valsara til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á stelpunum en vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslitaeinvígið.

Miðasala sem fyrr í gegnum Stubbur app:  https://stubbur.app/