Oddaleikur: Valur - KR, (86-89)

Oddaleikur Vals og KR í átta liða úrslitum dominos deildar karla fer fram í kvöld þegar liðin mætast í Origo-höllinni að Hlíðarenda. 

Leikurinn hefst klukkan 20:15 og er miðasala í fullum gangi í gegnum Stubb appið:   https://stubbur.app/ 

Meðfylgjandi er mynd af salnum og hvernig honum er skipt upp. Valur fær hólf B, C og D1 og D2. Gestirnir úr Vesturbænum frá hólf A og D5, D4 og D3.

Ársmiðahafar næla sér í miða með því að senda eftirfarandi upplýsingar á urslitakeppni@gmail.com.

  • Nafn
  • Kennitölu
  • Símanúmer
  • Tegund ársmiða & númer 
Mætum öll sem eitt og styðjum strákana til sigurs!