Valur Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna 2021

Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna þegar liðið vann 74-65 sigur á Haukum í æsispennandi leik í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Frábær vörn Valskvenna í fjórða leikhluta var á endaum það sem  skildi liðin að í leiknum en Haukar skoruðu ekki körfu á síðustu fimm mínútum leiksins.

"Það var mikil samheldni í liðinu og allir á sömu blaðsíðu - Við vissum hvað við ætluðum að gera og við klárðum verkefnið" Sagði Guðbjörg Sverrisdóttir kampakát í leikslok þegar hún var spurð út í lykilinn á sigrinum. 

Valur vinnur því úrslitaeinvígið 3-0 og eru því verðskuldaðir Íslandsmeistarar og handahafar bæði deildar- og Íslandsmeistaratitilsins.

Það voru fyrirlðarnir Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir sem tóku við Íslandsmeistarabikarnum í leikslok að vistöddum fjölmörgum stuðningsmönnum Vals sem mættu í kvöld. 

Við óskum stelpunum hjartanlega til hamingju með titilinn og öllum þeim sem að liðinu standa.