Olís deild karla: Valur - KA, föstudag kl. 20:00

Valur tekur á móti KA-mönnum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handknattleik föstudaginn 4. júní í Origo-höllinni að Hlíðarenda.

Valur vann fyrri leik liðanna með fjögurra marka mun og stendur vel að vígi en liðið með betri árangur samanlagt úr leikjunum tveimur fer áfram.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er búið að opna fyrir miðasölu í gegnum Stubbinn og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn. 

Hér að neðan má sjá svæðisskipulag fyrir leikinn.