Olís deild karla úrslit: Haukar - Valur, í kvöld kl. 19:30

Búið er að opna fyrir miðasölu á úrslitaleik Hauka og Vals sem fer fram á Ásvöllum næstkomandi föstudag klukkan 19:30. 

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi stuðnings áhorfenda á slíkum leikjum og sendum við því út ákall á stuðningsmenn félagsins og hvetjum þá til þess að tryggja sér miða sem fyrst á meðan miðar eru enn í boði. 

Miðasala fer fram í gegnum Stubbinn og má sjá mynd af svæðisskipulagi leiksins hér að neðan. Munum einnig eftir grímunni og hugum að persónubundnum sóttvörnum. Áfram Valur!