Sex Valsarar í U-19 ára hóp HSÍ

Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson þjálfarar U-19 ára landsliðs Íslands í handknattleik völdu á dögunum 29 leikmenn sem koma saman til æfinga í sumar.

Föstudaginn 18. júní er hópurinn mældur og í kjölfarið eru æfingar helgarnar 24.-27. júní og aftur 12.-22. ágúst.

Í hópnum eru sex Valsarar, þeir Stefán Pétursson (markvörður), Andri Finnsson, Áki Hlynur Andrason, Benedikt Gunnar Óskarsson, Breki Hrafn Valdimarsson og Tómas Sigurðarson.

Við óskum strákunum til hamingju með Valið og góðs gengis í sumar.