Leikur KA og Vals á Dalvíkurvelli um helgina

Valur sækir KA-menn heim um helgina í Pepsi deild karla en liðin munu eigast við á sunnudaginn klukkan 16:00 fyrir norðan.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Greifavellinum á Akureyri en hefur nú verið færður á Dalvík og fer því fram á Dalvíkurvelli.